Vaxandi SA-átt
Klukkan 6 var suðvestlæg átt, víða 13-18 m/s norðantil á landinu, en talsvert hægari syðra. Skýjað með köflum og sums staðar skúrir norðvestantil. Hiti var 1 til 6 stig.
Viðvörun !
Búist er við stormi á Suðvesturmiðum, Faxaflóamiðum, Breiðafjarðarmiðum, Vesturdjúpi, Grænlandssundi, Suðausturdjúpi, Suðurdjúpi og Suðvesturdjúpi
Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun:
Vaxandi SA-átt, 13-18 m/s og rigning um hádegi. SV 10-15 í kvöld og á morgun. Skúrir og síðar él. Hiti 1 til 7 stig.
Veðurhorfur á landinu:
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Vaxandi suðlæg átt, víða 13-18 m/s og rigning um og upp úr hádegi, en hægari og þurrt norðaustantil fram undir kvöld. Hiti 2 til 8 stig. Snýst í suðvestanátt í kvöld og nótt, víða 10-15 á morgun með éljum vestantil á landinu, en þurrt að mestu austantil og nokkuð bjart veður. Kólnar, hiti kringum frostmark á morgun.
Mynd: Síðdegishiminn yfir Njarðvík í janúar. VF-mynd: Ellert Grétarsson