Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vaxandi norðvestanátt í dag
Miðvikudagur 12. júlí 2006 kl. 09:08

Vaxandi norðvestanátt í dag

Á Garðskagavita voru NV 8 klukkan 9 og hiti 10,5 stig.

Klukkan 6 í morgun voru norðvestan 5-10 m/s og dálítil rigning norðvestan til, en annars hægviðri og þurrt að kalla. Hiti var 6 til 10 stig.


Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Vaxandi norðvestanátt, 10-15 m/s og léttskýjað um hádegi, lægir heldur í kvöld. Suðvestan 5-10 og þykknar upp á morgun. Hiti 8 til 15 stig.


Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Norðvestan 8-13 m/s og skúrir eða dálítil rigning vestanlands, en annars hægviðri og úrkomulítið. Norðvestan 10-15 og víða rigning í dag, en léttir til sunnan- og vestanlands. Lægir yfirleitt og léttir til seint í kvöld. Suðvestan og vestan 5-10 og yfirleitt léttskýjað á morgun, en fer að rigna suðvestanlands upp úr hádegi. Hiti 7 til 17 stig í dag, hlýjast á Suðausturlandi, en hlýnar talsvert á Norður- og Austurlandi á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024