Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vaxandi norðaustanátt og snjókoma
Föstudagur 28. október 2005 kl. 09:04

Vaxandi norðaustanátt og snjókoma

Í morgun kl. 06 var norðan- og norðaustanátt, víða 13-18 m/s, en mun hægari á norðaustanverðu landinu. Snjókoma eða él og vægt frost, en 0 til 5 stiga hiti á Suðausturlandi.

Yfirlit: 500 km suður af landinu er víðáttumikil 958 mb lægð á norðurleið. Við Jan Mayen er kröpp 968 mb lægð sem fer norðaustur.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:

Viðvörun: Búist er við stormi S- og V-lands í dag og síðar einnig á N- og A-landi.

Norðlæg átt, 18-23 m/s S- og V-lands en mun hægari vindur norðaustantil. Víða talsverð snjókoma, en rigning og hiti 1 til 5 stig á Suðausturlandi og Austfjörðum síðdegis. Norðvestan stormur á morgun og snjókoma, einkum NA-lands. Lægir talsvert síðdegis og léttir til á Suðurlandi. Frost 0 til 7 stig.

Veðurhorfur næsta sólarhringinn: Vaxandi norðaustanátt og snjókoma, víða 18-23 m/s síðdegis, en norðvestlægari í nótt. Vægt frost.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024