Vaxandi norðaustanátt
Á Garðaskagavita voru NA 10 og 3.5 stiga hiti kl. 9
Klukkan 6 í morgun var norðaustlæg átt, hvassviðri eða stormur syðst en mun hægari annars staðar. Víða léttskýjað vestantil á landinu og hiti frá 5 stigum á Sámsstöðum niður í 13 stiga frost við Mývatn.
Veðurhorfur næsta sólarhringinn:
Vaxandi norðaustanátt, 13-18 m/s síðdegis, sums staðar slydda og hiti 0 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu ásamt viðvörun !
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Viðvörun: Búist er við stormi SA-lands í dag og á norðvestanverðu landinu á morgun. Spá: Vaxandi norðaustanátt, 18-25 m/s og rigning eða slydda suðaustantil síðdegis. Annars 10-20 m/s, hvassast NV-lands, skýjað og snjókoma NA-lands í kvöld. Hlánar á sunnanverðu landinu í dag og dregur úr frosti fyrir norðan seinni partinn. Hvöss norðaustanátt og víða rigning eða slydda á morgun, en hægari vindur S- og A-lands síðdegis. Hiti 0 til 8 stig.