Vaxandi norðanátt síðdegis
Í morgun var breytileg átt 5-8, en norðaustan 8-12 m/s á Vestfjörðum. Léttskýjað suðaustanlands en annars staðar voru él eða þokubakkar. Hiti frá 4 stigum í Neskauspsstað, niður í 5 stiga frost að Torfum í Eyjafjarðarsveit.
Á Faxaflóa er 988 mb lægð sem þokast ASA og grynnist en vaxandi 985 mb lægð við Austfirði þokast austur.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Breytileg átt 5-8 m/s og él. Vaxandi N-átt síðdegis, 10-15 og snjókoma norðvestantil með kvöldinu og einnig norðaustanlands í nótt og léttir til syðra. Heldur hægari á morgun, snjókoma eða él norðan- og austanlands, en annars skýjað með köflum. Hiti 0 til 6 stig en um frostmark norðantil í kvöld og á morgun.