Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vaxandi norðanátt í dag
Fimmtudagur 24. maí 2007 kl. 09:15

Vaxandi norðanátt í dag

Klukkan 6 var norðvestlæg átt, 3-8 m/s sunnanlands , en 8-16 norðantil, hvassast á Bjargtöngum og í Litlu-Ávík. Slydduél eða slydda norðanlands, en bjartviðri sunnanlands. Hiti 0 til 4 stig.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Hægt vaxandi norðanátt, norðvestan 8-15 síðdegis og skýjað með köflum. Norðlægari á morgun. Hiti 2 til 8 stig að deginum.

Yfirlit
Skammt út af Langanesi er 991s mb lægð á hægri suðurleið. Yfirlit gert 24.05.2007 kl. 09:03

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðan og norðvestan 8-15 en hægari sunnanlands fram yfir hádegi. Slydda og síðan él norðan- og austanlands, en yfirleitt þurrt og bjart sunnanlands. Svipað veður á morgun, en rofar til norðvestantil síðdegis á morgun. Hiti 0 til 8 stig að deginum, hlýjast sunnanlands.
 
VF-mynd/Þorgils - Skýjaborgir yfir Helguvík
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024