Vaxandi austanátt
Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn:Vaxandi austanátt 8-15 m/s og fer að rigna undir hádegi, fyrst sunnantil. Norðaustlægari síðdegis, en hægari í kvöld og nótt. Hiti 3 til 8 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á þriðjudag:
Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt og rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið norðantil á landinu. Hiti 0 til 7 stig.
Á miðvikudag:
Norðanátt og minnkandi slydda eða rigning fyrir norðan, en léttir til syðra. Hiti 0 til 5 stig.
Á fimmtudag:
Gengur í vaxandi austanátt vestanlands með slyddu eða rigningu um kvöldið, en úrkomulítið og vægt frost á N- og A-landi.
Á föstudag:
Sunnan átt og rigning um mest allt land. Hiti 2 til 8 stig.
Á laugardag:
Norðan átt og slydda eða snjókoma norðan- og austanlands en léttir til suðvestanlands. Kólnandi veður.