Vatnsveitan seld fyrir stærri skóla
Vatnsleysustrandarhreppur áætlar að selja vatnsveitu bæjarins til Hitaveitu Suðurnesja til að fjámagna framkvæmdir við stækkun grunnskólans í bænum, en þær framkvæmdir munu væntanlega kosta allt að 200 milljónum króna.
Í nýrri þriggja ára áætlun er stefnt að því að íbúum hreppsins fjölgi um 200 á næstu 3-4 árum og er talið nauðsynlegt að stækka grunnskólann um allt að 1000 fermetra eigi þessi fjölgun að verða að veruleika. Í áætluninni er einnig gert ráð fyrir að auka framboð einbýlishúsalóða um 25-30 og fjölbýlishúsalóða um 20-30.
Til þess að fjármagna framkvæmdirnar þarf að breyta eignasafni hreppsins og er talið heppilegast að selja vatnsveituna til Hitaveitu Suðurnesja og að setja hluta af fasteignum hreppsins í fasteignafélag eins og hefur tíðkast í mörgum öðrum sveitarfélögum. Sé grunnskólinn settur inn í slíkt félag og vatnsveitan seld fæst fjármagn til að halda áfram uppbyggingunni sem hefur verið í Vogum, en íbúum þar hefur fjölgað um rúm 30% á síðustu 6 árum og eru nú um 920 talsins. Þá yrði einnig mögulegt að ljúka við gangstígagerð og aðrar umhverfisframkvæmdir og skuldir að upphæð 140 milljónum króna yrðu greiddar upp.
Gert er ráð fyrir að hafist verði handa við þessar breytingar strax á þessu ári og framkvæmdum við skólann ljúki sumarið 2005.
Í nýrri þriggja ára áætlun er stefnt að því að íbúum hreppsins fjölgi um 200 á næstu 3-4 árum og er talið nauðsynlegt að stækka grunnskólann um allt að 1000 fermetra eigi þessi fjölgun að verða að veruleika. Í áætluninni er einnig gert ráð fyrir að auka framboð einbýlishúsalóða um 25-30 og fjölbýlishúsalóða um 20-30.
Til þess að fjármagna framkvæmdirnar þarf að breyta eignasafni hreppsins og er talið heppilegast að selja vatnsveituna til Hitaveitu Suðurnesja og að setja hluta af fasteignum hreppsins í fasteignafélag eins og hefur tíðkast í mörgum öðrum sveitarfélögum. Sé grunnskólinn settur inn í slíkt félag og vatnsveitan seld fæst fjármagn til að halda áfram uppbyggingunni sem hefur verið í Vogum, en íbúum þar hefur fjölgað um rúm 30% á síðustu 6 árum og eru nú um 920 talsins. Þá yrði einnig mögulegt að ljúka við gangstígagerð og aðrar umhverfisframkvæmdir og skuldir að upphæð 140 milljónum króna yrðu greiddar upp.
Gert er ráð fyrir að hafist verði handa við þessar breytingar strax á þessu ári og framkvæmdum við skólann ljúki sumarið 2005.