Vatnstjón á Vellinum: Ástæðan ekki minna vatnsmagn, segir Hitaveitan
Ástæðu vatnstjónsins á Keflavíkurflugvelli er ekki hægt að rekja til skertar afhendingu á vatni, segir í yfirlýsingu sem birt er á heimasíðu Hitaveitu Suðurnesja.
Þó svo að samið hafi verið um lægri greiðslur og minna vatnsmagn til ákveðinna bygginga á svæðinu þá hafa enn sem komið er engar breytingar verið gerðar á vatnsmagni til bygginga á Keflavíkurflugvelli, segir á vef HS. Þar segir jafnframt að ástæðu tjóns sé því ekki að finna í skertri afhendingu á vatni, heldur eftirlitsleysi með fasteignum.