Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vatnstankurinn fannst á Suðurlandi
Fimmtudagur 4. febrúar 2010 kl. 08:34

Vatnstankurinn fannst á Suðurlandi

Stóri vatnstankurinn sem lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir í gær vegna rannsóknar á þjófnaðarmáli, fannst á Suðurlandi í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögrelustjórinn á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar þjófnað á 30.000 lítra vatnstanki á grænum eftirvagni. Vagninn er 4 hásinga 9,5 m langur og 2,55 m á breidd. Honum var stolið úr Sandgerði síðasta haust. Meðfylgjandi er mynd af tanknum.

Þýfi eins og þetta gerist ekki fyrirferðarmeira og ljóst að stórvirk tæki þarf til að flytja þýfi sem þetta á milli staða og jafnvel heilu landshlutanna.