Vatnsskemmdir á Keflavíkurflugvelli: Ráðherra biðst afsökunar
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sagði á Alþingi í dag að henni þætti leitt hvernig hefði farið í vatnsskemmdum í húsum á Keflavíkurflugvelli um helgina og baðst afsökunar á mistökunum. Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingar, hóf umræðu um málið í dag.
Í máli Jóns kom í ljós að um 200 íbúðir hefðu orðið fyrir skemmdum, en ráðherra sagði að íslenska ríkið bæri fulla ábyrgð á tjóninu sem hlypi á tugum milljóna, en ekki hundruðum. Kaldavatnslagnir hafi brostið vegna þess að engin hreyfing var á vatninu.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar deildu á stjórnvöld og ráðherra, en Hjálmar Árnason, samflokksmaður hennar, sagði mikilvægt að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar fengi mannvirkin til umsjónar til að uppbygging geti hafist sem fyrst.
Heimild: Vísir.is
Í máli Jóns kom í ljós að um 200 íbúðir hefðu orðið fyrir skemmdum, en ráðherra sagði að íslenska ríkið bæri fulla ábyrgð á tjóninu sem hlypi á tugum milljóna, en ekki hundruðum. Kaldavatnslagnir hafi brostið vegna þess að engin hreyfing var á vatninu.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar deildu á stjórnvöld og ráðherra, en Hjálmar Árnason, samflokksmaður hennar, sagði mikilvægt að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar fengi mannvirkin til umsjónar til að uppbygging geti hafist sem fyrst.
Heimild: Vísir.is