Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vatnsleysuströnd í himnesku veðri
Fimmtudagur 23. júlí 2015 kl. 10:45

Vatnsleysuströnd í himnesku veðri

Fjölmargir gengu í himnesku veðri meðfram Vatnsleysuströndinni í gærkveldi á vegum Reykjanesgönguferða sem styrktar eru af HS orku og standa fyrir reglulegum gönguferðum um Reykjanes í allt sumar.

Að þessu sinni var með í för Viktor Guðmundsson íbúi í Vogum en hann sýndi göngufólki leiði Flekku í Flekkuvík, sagði  frá Coot fyrsta togara Íslendinga sem strandaði útaf Keilisnesi og gamalli stórgripagirðingu sem má vel sjá í umhverfinu ef vel er að gáð.

Að sögn Rannveigar Garðarsdóttur leiðsögumanns var kvöldið yndislegt „við vorum með sólina í augunum og baldursbrá, hvönn, gras og skeljasand í nefinu".

Næsta gönguferð verður farin miðvikudaginn 29. júlí á Fiskidalsfjall og Húsafell en hægt er að skoða dagskrá ferðanna hér.

Hægt er að skoða fleiri myndir í Ljósmyndasafni Víkurfrétta hér

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024