Vatnslekinn: Úttekt á skemmdum væntanleg
Reikna má með því að úttekt á þeim skemmdum sem urðu á íbúðablokkum á Keflavíkurflugvelli í nóvember síðastliðnum liggi fyrir á næstu dögum. Þetta kemur frma í frétt á Vísi.is í dag. Talið er að tugmilljóna króna tjón hafi orðið á svæðinu þegar vatn fraus í leiðslum í íbúðarhúsum í forstakafla í nóvember en ekkert eftirlit var með ástandi innan húss.
Að sögn Kjartans Þór Eiríkssonar, framkvæmdastjóra Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar sem stendur fyrir úttektinni, hefur verið bætt úr því og voru hitakerfi samstillt nú þegar harður frostakafli gekk aftur yfir landið. Ekki hafi orðið vart við skemmdir á síðustu dögum. Kjartan segir verkefni Þróunarfélagsins smám saman að fara af stað og reiknað sé með að þau verið öll komin á skrið í næsta mánuði. Verkefni félagsins séu þríþætt. Í fyrsta lagi að sjá um rekstur svæðisins og þannig leigu eða sölu húsnæðis, í öðru lagi að sjá um mengunarmál, þ.e. bæði úttekt á mengun á svæðinu og hreinsun þess, og í þriðja lagi að sjá um þróunarvinnu á svæðinu og koma lífi í svæðið. Það sé jafnfram meginverkefnið. Þá séu einnig ýmis smærri verkefni.
Auk Kjartans starfa þrír aðrir hjá Þróunarfélaginu fyrst um sinn.
Texti: www.visir.is, VF-mynd/Þorgils