Fimmtudagur 18. ágúst 2005 kl. 12:03
Vatnsleki í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Vatnsleki kom upp í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir stundu. Lekinn kom upp á þriðju hæð hússins og flæðir vatnið niður á jarðhæð. Sökum þessa þarf að loka stórum hluta innritunarborða. Ferðamenn eru hvattir til þess að mæta snemma í flug til að forðast tafir.
Frekari fréttir innan tíðar.