Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vatnsleki á fæðingardeild HSS
Fimmtudagur 15. mars 2018 kl. 10:45

Vatnsleki á fæðingardeild HSS

Í gær þurfti að loka fæðingardeild og nokkrum hjúkrunarrýmum á HSS í vegna vatnsleka, sem rekja má til mannlegra mistaka verktaka, en Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Í samtali við Morgunblaðið greinir Halldór Jónsson, forstjóri HSS frá því að ekki sé vitað að svo stöddu hvenær hægt sé að taka húsnæðið aftur í notkun, þarna sé viðkvæm stafsemi en engin fæðing var framundan og þeir sjúklingar sem lágu inni í hvíldar- og endurhæfingarrýmum voru fluttir yfir á legudeild sjúkrahússins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í dag á að taka stöðuna og skoða hvenær hægt verði að taka húsnæðið aftur í notkun, en tryggingaraðilar mættu síðdegis í gær á HSS til þess að taka út mögulegt tjón.