Vatnslaust í Suðurnesjabæ, Ytri Njarðvík og Keflavík á miðvikudagskvöld
Lokað verður fyrir heitt vatn vegna viðhaldsvinnu við stofnæð miðvikudaginn 29. september kl. 21:00.
Lokað verður fyrir vatnið í Suðurnesjabæ, Keflavík og Ytri Njarðvík.
Gert er ráð fyrir að lagnavinnu ljúki um nóttina og að eðlilegur þrýstingur verði kominn á að morgni fimmtudags 30. september, að því er kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum sem hvetur þá viðskiptavini sína sem ekki hafa skráð símanúmer eða netfang að gera það.