Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 12. apríl 2001 kl. 11:24

Vatnsborð Kleifarvatns hefur lækkað umtalsvert

Yfirborð Kleifarvatns hefur lækkað mikið frá því síðasta sumar og er nú svo komið að mælitæki Vatnamælinga eru komin á þurrt land. Hverir við suðurenda vatnsins sem áður voru undir vatni tugum metra frá landi eru komnir á þurrt og hafa verið að koma í ljós síðustu dagana. Mbl.is greindi frá.
Lítil úrkoma og snjóléttur vetur hefur áhrif á vatnsstöðuna en sá möguleiki
er einnig fyrir hendi að jarðskjálftahrinan síðasta sumar hafi haft áhrif á
jarðlög undir vatninu á þann hátt að vatnið sígi hraðar niður í hraunbergið.
Kristjana G. Eyþórsdóttir, jarðfræðingur hjá Vatnamælingum, segir að mjög
þurrt sé á þessu svæði og vatnsyfirborðið sé óvenju lágt núna. Mælitækin
sem mæla vatnsyfirborðið eru komin á þurrt land og er nú verið að undirbúa að lengja rör í tækjunum þannig að það komist aftur í vatn. Hún segir ekkert
stökk sjáanlegt í vatnslækkun í kringum jarðskjálftana í fyrrasumar og segist telja að lækkunin stafi frekar af þurrkum enda sé hraunið þarna hriplekt og fljótt að lækka í vatninu þegar úrkoma sé lítil. Aldrei áður séð vatnsyfirborðið svo lágt á þessum tíma
Þorgeir Ólason, forstöðumaður Krýsuvíkurskóla, hefur undanfarin ár ekið nánast daglega frá Hafnarfirði framhjá Kleifarvatni að Krýsuvíkurskóla. Hann segist aldrei hafa séð vatnsyfirborðið svona lágt á þessum tíma. Það hafi verið mun hærra í fyrravor og síðasta sumar en síðan hafi það lækkað jafnt og þétt. Nú eru komnar undan vatninu stórar sandfjörur og hverir sem áður hafa verið undir vatni. Meðal annars hafa komið í ljós hverir sunnanmegin í vatninu síðustu daga sem voru alveg undir vatni í síðustu viku. Þeir eru nú við fjöruborð tugi metra frá fjöruborðinu sem veiðimenn stóðu við í fyrrasumar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024