Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vatnið holar steininn...
Þriðjudagur 1. júlí 2008 kl. 15:11

Vatnið holar steininn...

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Enn ein sönnun þess að vatn holar stein kom í ljós á dögunum þegar starfsmenn Hitaveitu Suðurnesja gerðu við skemmd á ferskvatnslögn við Heiðarbraut í Keflavík. Vatnsleka varð vart úr lögn á Heiðarbraut í Keflavík fyrr í júní. Þegar var lokað fyrir lögnina og grafið niður að skemmdinni. Kom þá í ljós stór steinn sem lá utan í 280 mm plastpípu. Hafði steinninn gert gat á pípuna og vatnið sem þrýstist út um gatið hafi síðan holað steininn eins og sést á meðfylgjandi mynd sem fylgir frétt um málið á vef Hitaveitu Suðurnesja.

Á síðunni er talið að jarðskjálfti í tengslum við Suðurlandskjálftana hafi losað um steininn og á einhverjum dögum eða vikum hafi vatnið orðið það mikið að lekans varð vart. Mælst hefur verið til þess að leitað verði til Viðlagasjóðs varðandi bætur á tjóninu.