Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vatnaveröld: Aðsókn barna jókst um 86%
Fimmtudagur 4. janúar 2007 kl. 09:53

Vatnaveröld: Aðsókn barna jókst um 86%

Aðsókn barna í Vatnaveröld, sundmiðstöðina í Reykjanesbæ, jókst um 85% á síðasta ári en almennum gestum fjölgar jafnframt.

Fjölgun gesta jókst um 32% á síðasta ári miðað við árið 2005.  Heildarfjöldi gesta á árinu 2006 var 111. 075 en þeir voru 84.434 árið 2005.

Þessa fjölgun má m.a. rekja til byggingar 50 metra innilaugar og vatnaleikjagarðs sem tekin var í notkun í maí á síðasta ári.
Einnig má rekja aukna aðsókn barna milli ára til ákvörðunar bæjarstjórnar að fella niður gjald fyrir börn í sund á grunnskólaaldri frá 1. janúar 2006.
Heildarfjöldi barna fór úr 13.979 árið 2005 í 25.918 í fyrra.

Fjöldi fullorðinna jókst um 17% á síðasta ári, en þá komu 30.224 í sund á móti 25.869 árið 2005. Tekjur af seldum aðgöngumiðum lækkuðu einungis um tæp 5%

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024