Vatn flæddi um gólf
Mikill vatnsleki kom upp í húsnæði RKÍ við Iðavelli og urðu starfsmenn varir hans í morgun þegar þeir mætti til starfa. Rör við vatnsinntak hafði gefið sig með þessum afleiðingum og nam vatnshæðin nokkrum sentimetrum. Lekinn kom upp í húsnæði því sem nýta á undir nytjamarkað en fyrirhugað er að opna hann á haustdögum. Þegar hafði safnast talsvert af munum í húsnæðið, mest húsgögnum og er verið að kanna ástand þeirra.
Menn frá Brunavörnum Suðurnesja unnu að því í morgun að dæla vatninu úr húsinu og þurrka gólfið.
Mynd: Af vettvangi nú fyrir hádegið. VF-mynd: elg
Menn frá Brunavörnum Suðurnesja unnu að því í morgun að dæla vatninu úr húsinu og þurrka gólfið.
Mynd: Af vettvangi nú fyrir hádegið. VF-mynd: elg