Varnarviðræður ræddar í utanríkismálanefnd
Staðan í viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um framtíð varnarsamstarfsins á Keflavíkurflugvelli verður rædd á fundi utanríkismálanefndar Alþingis á morgun, að því að fram kemur í fréttum Ríkisútvarpsins.
Steingrímur J. Sigfússon Vinstri grænum óskaði eftir fundinum eftir að viðræður í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði sigldu í strand.
Geir H. Haarde utanríkisráðherra mun gera nefndarmönnum grein fyrir stöðunni í viðræðum. Enginn nýr fundur um varnarmálin hefur verið boðaður.
Steingrímur J. Sigfússon Vinstri grænum óskaði eftir fundinum eftir að viðræður í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði sigldu í strand.
Geir H. Haarde utanríkisráðherra mun gera nefndarmönnum grein fyrir stöðunni í viðræðum. Enginn nýr fundur um varnarmálin hefur verið boðaður.