Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Varnarmálastofnun Íslands og Keflavíkurflugvöllur ohf. semja um NATO-mannvirki
Miðvikudagur 22. apríl 2009 kl. 15:33

Varnarmálastofnun Íslands og Keflavíkurflugvöllur ohf. semja um NATO-mannvirki

Varnarmálastofnun Íslands og Keflavíkurflugvöllur ohf. undirrituðu í dag samkomulag um afnot Keflavíkurflugvallar ohf. af mannvirkjum og búnaði af mannvirkjaskrá NATO, sem er undir forræði Varnarmálastofnunar.

Samningurinn er til 30 ára og fær félagið gjaldfrjáls afnot af mannvirkjunum sem eru hluti af helsta samgöngumannvirki Íslands, Keflavíkurflugvelli.
 
Samninginn undirrituðu Ellisif Tinna Víðisdóttir forstjóri Varnarmálastofnunar Íslands og Björn Óli Hauksson forstjóri Keflavíkurflugvallar ohf.



Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024