Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Varnarmálastofnun að vígbúast?
Mánudagur 23. nóvember 2009 kl. 15:05

Varnarmálastofnun að vígbúast?

Börnunum í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ er ekki ætlað að fara yfir girðinguna við skólann sem skilur að skólalóðina og öryggissvæði Varnarmálastofnunar Íslands á Ásbrú.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Verktakar unnu við það nú áðan að setja upp gaddavírsgirðingu sem á sér vart hliðstæðu á Íslandi en hefur sést í myndum frá fangabúðum Bandaríkjahers á Guantanamo á Kúbu.


Starfsmenn verktakans sem setur upp girðinguna sögðu að það færi enginn yfir þessa girðingu nema fuglinn fljúgandi.


Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er gaddavírsgirðingin ekki árennileg og ljóst að hvorki skólabörn eða aðrir fara yfir þessa girðingu.


Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson