Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Varnarmálaráðherra Rússlands í Keflavík
Mánudagur 1. maí 2006 kl. 19:58

Varnarmálaráðherra Rússlands í Keflavík

Igor Ivanov, varnarmálaráðherra Rússlands, birtist óvænt í Keflavík í kvöld. Ráðherrann kom í lögreglufylgd á Hótel Keflavík, þangað sem honum og tveimur öðrum úr fylgdarliði hans var ekið á glæsilegri Lexus-bifreið Hildar Sigurðardóttur, eiginkonu Steinþórs Jónssonar hótelstjóra. Steinþór var við stýrið.

Steinþór verst allra frétta af gestum hótelsins og litlar upplýsingar er að hafa á Keflavíkurflugvelli aðrar en þær að von var á fyrirmennum. Engar upplýsingar er að fá um það hversu lengi varnarmálaráðherrann stoppar hér á landi eða hvert erindið er.

Án efa hefur Miðnesheiðin heillað þennan einn æðsta yfirmann Rússlands. Nú er einmitt verið að pakka þar saman þeim búnaði sem í gegnum áratugina hefur verið notaður til að stugga við rússneska birninum þegar hann hefur verið full nálægt landinu. Igor Ivanov er þó varla að kanna aðstæður fyrir herstöð í Atlantshafinu.

Myndin: Igor Ivanov gengur inn á Hótel Keflavík í kvöld. Hann er einnig á innfelldu myndinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024