Varnarmálaráðherra Danmerkur heimsótti danska flugsveit í Keflavík
Varnarmálaráðherra Danmerkur, Søren Gade, heimsótti í gær og í dag dönsku flugsveitina sem nú sinnir loftrýmisgæslu NATO á Íslandi. Varnarmálastofnun var gestgjafi ráðherrans, sem jafnframt átti fund með utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra í morgun, auk þess sem hann sótti Landhelgisgæsluna heim.
Danska flugsveitin kom hingað til lands í byrjun mars og mun dvelja hér til mánaðarmóta. Alls eru tæplega 50 manns í sveitinni. Fjórar F-16 orrustuþotu danska flughersins eru staðsettar hér á landi á meðan að verkefninu stendur og fljúga þær að jafnaði a.m.k. einu sinni á dag.
Mynd: Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri Varnarmálastofnunar Íslands, tók á móti Søren Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur á öryggissvæði Varnarmálastofnunar á Keflavíkurflugvelli í dag. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson