Varnarmál: Næsti fundur eftir mánuð
Næsti samningafundur Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál, verður haldinn eftir um það bil mánuð, jafnvel fyrir lok apríl. Þar er gert ráð fyrir frekari kynningu og samráði um áætlun um varnir landsins.
Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvar fundurinn verður haldinn en samkvæmt heimildum fréttastofu Útvarps er búist við að það verði í Reykjavík.
Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvar fundurinn verður haldinn en samkvæmt heimildum fréttastofu Útvarps er búist við að það verði í Reykjavík.