Varnarmál: Fundað í Washington í dag
Viðræðunefndir Íslands og Bandaríkjanna setjast að samningaborðinu í bandaríska utanríkisráðuneytinu í Washington í dag. Gert er ráð fyrir að fundurinn hefjist upp úr hádegi að bandarískum tíma.
Albert Jónsson fer fyrir íslensku sendinefndinni en Thomas Hall, aðstoðarvarnarmálaráðherra og fyrrum yfirmaður Keflavíkurstöðvarinnar, fer fyrir þeirri bandarísku. Ragnheiður Árnadóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu Útvarps í gær að í þessari viðræðulotu yrði ekkert samningaefni undan skilið.
www.ruv.is greinir frá.