Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Varnarliðsþyrlur hætta flugi í dag
Föstudagur 15. september 2006 kl. 13:50

Varnarliðsþyrlur hætta flugi í dag

Varnarliðsþyrlur Varnarliðsins verða ekki tiltækar eftir kl. 16:00 í dag. Þá lýkur síðustu vakt þyrlusveitar Varnarliðsins. Ekki er ljóst hvenær þyrlurnar fara af landi brott en það gerist einhverja næstu daga. Flutningavél hersins er væntanleg til að sækja vélarnar, sem hafa verið tvær síðustu daga.

Samkvæmt fréttum síðustu daga hafa þyrlurnar verið mikið frá vegna bilana og því í raun veitt falskt öryggi. Landhelgisgæzlan fær nýja þyrlu eins og TF-LIF um næstu mánaðarmót og hefur gert ráðstafanir til að tryggja að björgunarþyrlurnar sem nú eru í þjónustu Gæzlunnar verði ávallt tiltækar þar til flotinn verður aukinn um mánaðarmótin.

Mynd: Varnarliðsþyrla og eldsneytisvél á Keflavíkurflugvelli. VF/Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024