Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Varnarliðsþyrla við æfingar yfir Keflavíkurhöfn
Miðvikudagur 15. september 2004 kl. 18:27

Varnarliðsþyrla við æfingar yfir Keflavíkurhöfn

Þyrla Varnarliðsins var við æfingar við Keflavíkurhöfn í dag og mátti sjá menn á gúmmíbjörgunarbáti á úfnum sjónum fyrir neðan. Þyrlan sveimaði yfir bátnum í nokkra stund og fór síðan hring yfir Keflavíkurhöfn og til baka.
Varnarliðið heldur þessa dagana æfingar þar sem herkúles herflutningavélar koma við sögu, en vélarnar hafa verið við lágflugsæfingar í dag.

Myndin: Þyrlan sveimar yfir gúmmíbátnum á úfnum sjónum í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024