Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Varnarliðsstarfsmenn: Krefjast starfslokasamninga
Miðvikudagur 13. september 2006 kl. 18:59

Varnarliðsstarfsmenn: Krefjast starfslokasamninga

Suðurnesjamenn vilja að íslenska ríkið geri starfslokasamninga við elstu starfsmenn Varnarliðsins sem missa vinnunna nú um mánaðamótin. Þetta var ítrekað í dag á fundi starfshóps um atvinnumál vegna brotthvarfs hersins. Ríkisútvarpið greinir frá þessu í dag.

Það var Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, sem ákvað að skipa hópinn þegar ljóst var að herinn var á förum. Hópinn skipa af hálfu Suðurnesjamanna fulltrúar sveitarfélaganna og verkalýðsfélaganna og af hálfu ríkisvaldsins ráðuneytisstjórar þriggja ráðuneyta.

Seint gekk að skipa hópinn sem fundaði einu sinni í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna og svo í júní. Þriðji fundurinn var svo haldinn í dag og þykir ýmsum að of lítið hafi verið að gert. Suðurnesjamenn vilja að ríkisvaldið komið með afgerandi hætti að atvinnuuppbyggingunni.

Í dag var ítrekuð krafa um að gerðir verði starfslokasamningar við starfsmenn Varnarliðsins sem eru eldri en 60 ára og missa vinnuna um mánaðamóinn þegar herinn skellir í lás.

Geir H. Haarde forsætisráðherra lýsti því yfir á fundi á Suðurnesjum um helgina að það væri ekki í verkahring ríkisins að greiða starfmönnum starfslokalaun. 247 starfsmenn eru enn að störfum uppi á Velli og 50 þeirra eru komnir á sjötugsaldur.

Þá vilja Suðurnesjamenn að stofnað verðir félag um vallarsvæðið og þær eignir sem þar eru og að sveitarfélögin komi að því. Einnig var lögð fram krafa um að Landhelgisgæslan verði flutt á Keflavíkurflugvöll eins og Halldór Ásgrímsson lofaði nánast á fundi sem hann hélt með heimamönnum í Stapa í vor. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að farið hafa verið yfir atvinnumálin á fundinum í dag. Þar hafi verið farið þess á leit að íslenska ríkið sjái til þess að Varnaliðið komi til móts við starfsmenn vegna starfsloka. Flutningur Landhelgisgæslunnar hafi líka verið ræddur. Árni segir líka mikilvægt að stofnað verði félag um eignirnar á Keflavíkurflugvelli.

Starfshópurinn hittist aftur í næstu viku. Fundur íslenskra og bandarískra stjórnvalda um varnarsamstarfið hefst í Washington á morgun og eftir því sem næst verður komist mun hann standa frá helgi, segir í frétt á vefnum www.ruv.is .
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024