HS Veitur
HS Veitur

Fréttir

Þriðjudagur 8. júlí 2003 kl. 13:39

Varnarliðsmanni birt ákæra í dag

Ákæra ríkissaksóknara á hendur bandarískum varnarliðsmanni, sem er í haldi vegna hnífsstungumáls í Hafnarstræti í Reykjavík, verður birt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Væntanlega verður einnig farið fram á áframhaldandi gæsluvarðahald yfir manninum, sem var handtekinn í kjölfar þess að ungur Keflvíkingur hlaut lífshættulegar hnífsstungur í hópslagmálum í Hafnarstræti 1. júní sl. Varnarliðsmaðurinn hefur játað að hafa beitt hnífi í átökunum. Varnarliðið vill fá manninn afhentan en ríkissaksóknari neitar því þrátt fyrir að utanríkisráðuneytið hafi fallist á framsal, að sögn RÚV. Þar er haft eftir Agli Stephensen, saksóknara hjá lögreglunni, að málið sé afar flókið því fleiri en einn eru grunaðir um árásina.
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025