Varnarliðsmál: Forsætisráðherra vill nýjan flöt á fundarefninu
Davíð Oddsson forsætisráherra segir það ekkert hafa upp á sig að halda annan fund með Bandaríkjamönnum um framtíð varnarmála hér á landi þar sem aðilar haldi hver við sína stöðu. Hann segir nauðsynlegt að löndin finni flöt á fundarefninu áður en næsti fundur fari fram.Fulltrúar Íslands og Bandaríkjanna funduðu 23.júní síðastliðinn en ágreiningur er milli landanna um það hvað teljist vera lágmarksvarnarviðbúnaður Íslands, eins og kveðið er á um í varnarsamningi að Bandaríkjamenn tryggi.
Ríkisstjórninni hefur verið legið á hálsi að hafa brotið lögbundið samráð við utanríkismálanefnd en því hafnar forsætisráðherra alfarið og segist í raun hafa haft meira samráð við nefndina en lög gera ráð fyrir.
Forsætisráðherra segir að vitað hafi verið að endurskoðun á bókun við Varnarsamninginn hafi staðið til í mörg ár. Íslendingar hafi verið tilbúnir til slíkra viðræðna en Bandaríkjamenn hafi frestað þeim vegna atburða eins og árásarinnar 11. september og ástandsins í Afganistan. Deilur um varnarviðbúnað virðast hins vegar hafa komið á óvart.
Ríkisútvarpið greindi frá.
Ríkisstjórninni hefur verið legið á hálsi að hafa brotið lögbundið samráð við utanríkismálanefnd en því hafnar forsætisráðherra alfarið og segist í raun hafa haft meira samráð við nefndina en lög gera ráð fyrir.
Forsætisráðherra segir að vitað hafi verið að endurskoðun á bókun við Varnarsamninginn hafi staðið til í mörg ár. Íslendingar hafi verið tilbúnir til slíkra viðræðna en Bandaríkjamenn hafi frestað þeim vegna atburða eins og árásarinnar 11. september og ástandsins í Afganistan. Deilur um varnarviðbúnað virðast hins vegar hafa komið á óvart.
Ríkisútvarpið greindi frá.