Varnarliðsmaður handtekinn vegna nauðgunar í Keflavík
Klukkan 06:58 á laugardagsmorgun tilkynnti 22 ára stúlka að sér hafi verið nauðgað í bifreið við skemmtistaðinn Strikið í Keflavík. Stúlkan var ölvuð en kvaðst hafa farið upp í bifreið varnarliðsmanns þar fyrir utan og hafi hann síðan nauðgað henni. Hún var síðan flutt á Neyðarmóttöku vegna nauðgunarmála til skoðunar. Hún gat gefið upp númer bifreiðarinnar sem atburðurinn hafði skeð í og var varnarliðsmaður handtekinn á bifreiðinni nokkru síðar þar sem hann kom í Aðalhliðið, segir í dagbók lögreglunnar í Keflavík. Varnarliðsmaðurinn var færður í fangageymslu í Keflavík en sleppt seinni partinn eftir skýrslutöku.