Varnarliðsmaður fannst liggjandi í blóði sínu
				
				
Varnarliðsmaður fannst liggjandi í blóði sínu fyrir utan heimili í Keflavík snemma á sunnudagsmorgun. Var maðurinn með áverka í andliti og var hann fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þurfti að sauma manninn fimm spor í andlitið. 
Sökum ölvunar mundi varnarliðsmaðurinn ekki hvað hefði gerst. Hann mun hafa verið í gleðskap í húsi stutt frá þar sem hann lá en verið vísað þaðan út. Tók maðurinn brottvísunina óstinnt upp og sparkaði hann í hurð og braut rúðu í kjölfarið. Gestir hlupu þá út á eftir manninum og slógu eða spörkuðu í hann.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			Sökum ölvunar mundi varnarliðsmaðurinn ekki hvað hefði gerst. Hann mun hafa verið í gleðskap í húsi stutt frá þar sem hann lá en verið vísað þaðan út. Tók maðurinn brottvísunina óstinnt upp og sparkaði hann í hurð og braut rúðu í kjölfarið. Gestir hlupu þá út á eftir manninum og slógu eða spörkuðu í hann.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				