Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 16. maí 2002 kl. 02:41

Varnarliðsflugvélar til Bretlands í haust

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, fundaði með Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gærmorgun. Powell sagði að ekki hafi verið teknar ákvarðanir um breytingar á varnarsamningnum við Ísland og ítrekaði að Bandaríkin gerðu sér grein fyrir mikilvægi varnarliðsins.Frá og með 1. október verða flugvélar Bandaríkjahers í Keflavík hluti af sveit sem staðsett er á Bretlandi. Breytingar á Bandaríkjaher eiga ekki að veikja Keflavíkurstöðina að sögn yfirmanna Bandaríkjahers.

Íslensk stjórnvöld og Bandaríkjastjórn ætla að hefja viðræður um varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna á næstunni vegna þeirra breytinga sem verið er að gera á Bandaríkjaher.

Halldór sagðist bjartsýnn á að samstarf ríkjanna ætti eftir að eflast, burtséð frá því hvaða breytingar kynnu að verða gerðar á skipulagi varnamála. Komið hefur fram að flugvélar varnarliðsins verða í haust hluti af sveit staðsettri í Bretlandi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024