Varnarliðs-launamiðar á leiðinni
 Launamiðar frá Varnarliðinu munu á næstu dögum berast til fyrrum starfsmanna þess. Allt útlit var fyrir að fólk myndi lenda í vandræðum með skattframtölin þar sem engir launamiðar bárust. Nú er hins vegar búið að leysa málið.
Launamiðar frá Varnarliðinu munu á næstu dögum berast til fyrrum starfsmanna þess. Allt útlit var fyrir að fólk myndi lenda í vandræðum með skattframtölin þar sem engir launamiðar bárust. Nú er hins vegar búið að leysa málið.
Launabókhald Varnarliðsins var keyrt i gegnum kerfi sem vistað var hjá Skýrr en sá þjónustusamningur rann út í lok september þegar Varnarliðið fór af landi brott.  Skýrr bauð Varnaliðinu að framlengja samninginn fram yfir áramót og  var erindi þess efnis  sent til höfuðstöðvanna í Napolí. Engin svör bárust til baka og þar af leiðandi gat Skýrr ekki keyrt út  launamiðana þar sem til þess skorti samþykki og aðgangsheimildir frá hermálayfirvöldum. 
Utanríkisráðuneytið beitti sér í málinu sem varð tl þess að hnúturinn leystist og í gær hóf Skýrr að prenta miðana. Þeir ættu því að berast starfsmönnum á allra næstu dögum. 
Mynd: Jón Sigurðsson og Geir Haarde kynna varnarsamninginn í sjónvarpi. Ýmislegt var þó ófrágengið við viðskilnað Varnarliðsins, t.d. skil á launamiðum til starfsmanna.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				