Varnarliðið þarf að greiða 200 milljónir vegna fráveitusamnings
Varnarliðið hefur sagt upp samningi við Reykjanesbæ vegna fráveitumála en 5 ár eru eftir að þeim 10 ára samningi sem aðilar gerðu með sér á sínum tíma. Munu um 200 milljónir standa eftir af skuldbindingum VL vegna samningsins.
Varnarliðið skuldbatt sig til að greiða sinn hluta stofnkostnaðar, vegna byggingar nýrrar dælustöðvar, á 10 árum. Munu um það bil 200 milljónir standa eftir af þeim skuldbindingum og hefur bæjarráð falið fjármálastjóra að reikna það nákvæmar.
Að auki hefur VL tekið þátt í rekstrarkostnaði vegna fráveitunnar, sem munu vera um 2 milljónir á ári.
Að sögn Böðvar Jónssonar, formanns bæjarráðs, er tekið fram í ákvæðum samningsins að ef VL segi honum upp á samningstímanum þurfi það að greiða upp sinn hluta. Formlegt erindi frá VL, sem borist hafi bæjaryfirvöldum, gefi ekki annað til kynna að en að gert sé ráð fyrir samningslokum með þeim hætti.
Mynd: Séð yfir varnarsvæðið á Miðnesheiði.
Varnarliðið skuldbatt sig til að greiða sinn hluta stofnkostnaðar, vegna byggingar nýrrar dælustöðvar, á 10 árum. Munu um það bil 200 milljónir standa eftir af þeim skuldbindingum og hefur bæjarráð falið fjármálastjóra að reikna það nákvæmar.
Að auki hefur VL tekið þátt í rekstrarkostnaði vegna fráveitunnar, sem munu vera um 2 milljónir á ári.
Að sögn Böðvar Jónssonar, formanns bæjarráðs, er tekið fram í ákvæðum samningsins að ef VL segi honum upp á samningstímanum þurfi það að greiða upp sinn hluta. Formlegt erindi frá VL, sem borist hafi bæjaryfirvöldum, gefi ekki annað til kynna að en að gert sé ráð fyrir samningslokum með þeim hætti.
Mynd: Séð yfir varnarsvæðið á Miðnesheiði.