Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Varnarliðið: Tekur fjóra mánuði að flytja
Mánudagur 10. apríl 2006 kl. 13:15

Varnarliðið: Tekur fjóra mánuði að flytja

Það tekur Varnarlið fjóra mánuði að pakka niður fyrir brottför hersins í haust. Allar deildir hans vinna nú að áætlunum um hvernig haga á brottförinni. Ekkert liggur fyrir um framtíð íbúðarhúsnæðis og annars húsnæðis í eigu Bandaríkjamanna á flugvellinum. Þetta kom fram í hádegisfréttum NFS.

Meirihluti hernaðarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli er í eigu Atlantshafsbandalagsins, NATO.
Bandaríkjamenn eiga hins vegar allt íbúðarhúsnæði á vellinum, auk sjúkrahúss, skóla, íþróttamannvirki og húsnæði undir alls kyns þjónustustarfsemi. Það eru íbúðir fyrir átta til níuhundruð fjölskyldur og um eða yfir eitt þúsund einstaklinga. Þessa dagana vinna allar deildir hersins að gerð áætlana um hvernig haga beri brottflutningnum. Áætlanirnar gera ráð fyrir að flutningnum verði lokið í september.

Hins vegar er brottflutningur ekki hafinn, þar sem enn á eftir að samræma þessar áætlanir. Friðþór segir ekkert liggja fyrir á þessari stundu hvað verður um íbúðarhúsnæði hersins á Keflavíkurflugvelli. Herinn hefur hins vegar sagt upp samningi við Hitaveitu Suðurnesja, upp á um 570 milljónir króna á ári. Það er ljóst að ekki fer vel fyrir húsnæði sem ekki er kynt eða hirt um. Það verður því fróðlegt að sjá hvað herinn ætlar sér með þetta húsnæði, hvort hann vill koma því í hendur Íslendinga eða jafnvel láta rífa það.

Af Vísi.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024