Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 4. nóvember 2003 kl. 09:13

Varnarliðið svarar engu

Verkalýðsforystan hefur engin svör fengið hjá bandaríska varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli um hvort fallið verði frá uppsögnum 90 íslenskra starfsmanna og kjaraskerðingu fjölda annarra. Verkalýðsforystan undirbýr málsókn á grundvelli þess að uppsagnir hafi ekki verið löglegar og að kjaraskerðing sé óleyfileg, vegna þess að kaupskrárnefnd ákvarði laun starfsmanna.
Því hafi varnarliðið ekki heimild til að skerða kjör starfsfólks einhliða. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins, kvaðst engu geta svarað, ekki heldur hvort svara væri að vænta frá yfirstjórn varnarliðsins.
Ingvar Sverrisson, lögmaður Alþýðusambandsins, leitar nú upplýsinga um fjölda þeirra starfsmanna sem fengu send uppsagnarbréf með möguleika á áframhaldandi störfum með verri kjör.
"Ég hef sent út beiðni til landssambanda innan Alþýðusambandsins til að kanna hve margir úr þeirra röðum hafa fengið uppsagnabréf með úrslitakostum," segir hann í Fréttablaðinu í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024