Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Varnarliðið staðfestir uppsagnir
Mánudagur 21. júní 2004 kl. 13:56

Varnarliðið staðfestir uppsagnir

Varnarliðið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram að uppsagnir séu á döfinni hjá þeim á næstunni. Þetta staðfestir frétt sem birtist á vef Víkurfrétta fyrir stundu.

Í tilkynningunni kemur fram að þessar breytingar séu vegna hagræðingar í rekstri Bandaríkjaflota.

Þar kemur einnig fram að uppsagnarfrestur starfsmanna er frá einum og upp í sex mánuði og verður þeim veitt aðstoð við aðlögun og atvinnuleit. Þá verður í boði ýmis þjónusta fyrir starfsfólkið m.a. ráðgjöf vinnusálfræðings og aðstoð ráðningarþjónustu, en þeim býst einnig að fá  leyfi án launaskerðingar í allt að einum starfsdegi á hverju tveggja vikna launatímabili til að auðvelda leit að nýju starfi.

Þá verða starfsmenn undanþegnir mætingarskyldu síðasta mánuðinn miðað við þriggja mánaða uppsagnarfrest og hlutfallslega miðað við styttri uppsagnarfrest. Er þeim þá frjálst að ráða sig í vinnu annarsstaðar án launaskerðingar.

Þá er tekið fram að umræddar ráðstafanir hafi hvorki áhrif á skyldur flotastöðvarinnar í tengslum við rekstur Keflavíkurflugvallar né þjónustu við varnarliðið. Þá snerti þær ekki varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna né umræður um framtíð Varnarliðsins eða endurskoðun á viðbúnaði Bandaríkjahers á heimsvísu sem nú er til skoðunar.

Ráðstafanir þessar hafa verið kynntar íslenskum stjórnvöldum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024