Varnarliðið sótti slasaðan sjómann skammt frá Reykjanesi í gær
Þyrlusveit Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli var í gær kölluð út vegna tilkynningar um veikan sjómann um borð í Færeyska togaranum Enniberg sem staddur var um 200 sjómílur suðvestur af Reykjanesi.Tvær Þyrlur frá Varnarliðinu ásamt eldsneytisflugvél fóru á staðinn, og komið var með sjúklingin á Landspítalann í Fossvogi um kvöldmatarleytið í gær. Landhelgisgæslan gat ekki sent út þyrlu vegna bilunar í minni vélinni TF-SIF og TF-LÍF er í skoðun.