Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Varnarliðið segir upp samningi við Hitaveitu Suðurnesja
Föstudagur 31. mars 2006 kl. 13:55

Varnarliðið segir upp samningi við Hitaveitu Suðurnesja

Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hefur sagt upp orku- og vatnskaupasamningi við Hitaveitu Suðurnesja. Þetta var að koma fram á aðalfundi HS sem nú stendur yfir í Svartsengi. Samningnum er sagt upp með 180 daga fyrirvara. Í dag eru viðskiptin upp á um 570 milljónir á ársgrundvelli.

Júlíus Jónsson, forstjóri HS, sagði á fundinum nú áðan að þetta væri í engu samræmi við ákvæði gildandi samnings. Hitaveitan hafi svarað Varnarliðinu strax í gær.

Nánari fréttir af þessu síðar í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024