Varnarliðið kynnir sér störf Landhelgisgæslunnar
Robert McCormick ofursti, yfirmaður Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, Peter Garms ofursti, yfirmaður sjúkrahússins á varnarsvæðinu, Thomas Greetan, undirofursti og næst æðsti yfirmaður þyrlusveitar Varnarliðsins, og Kimberly N. Chehardy, höfuðsmaður og tengiliður Varnarliðsins við Landhelgisgæsluna, komu í heimsókn til forstjóra Landhelgisgæslunnar í síðustu viku.
Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni keumr fram að heimsóknin var meðal annars til að endurgjalda heimsókn forstjórans til Varnarliðsins í vetur og til að kynnast starfsemi Landhelgisgæslunnar. Náið samstarf er milli Varnarliðsins og Landhelgisgæslunnar á sviði leitar- og björgunarmála og öryggis- og eftirlitsmála.
Byrjað var á að halda almenna kynningu á starfsemi Landhelgisgæslunnar í höfuðstöðvum stofnunarinnar að Seljavegi 32 og sérstaka kynningu á sprengjudeild stofnunarinnar sem sér alfarið um sprengjueyðingu á varnarsvæðinu. Þar næst var stjórnstöðin skoðuð og Sjómælingar Íslands.
Að því loknu var ferðinni heitið um borð í varðskipið Óðinn og skipið skoðað undir leiðsögn Kristjáns Þ. Jónssonar yfirmanns gæsluframkvæmda. Að síðustu var haldið út í flugdeild Landhelgisgæslunnar við Reykjavíkurflugvöll þar sem starfsemi hennar var kynnt.
Myndir: Landhelgisgæslan / Dagmar Sigurðardóttir (neðri mynd) og Jóhann Reynisson, rafvirki hjá Segli (efri mynd), en hann var að störfum um borð í varðskipinu Óðni þegar hópurinn átti þar leið um.
Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni keumr fram að heimsóknin var meðal annars til að endurgjalda heimsókn forstjórans til Varnarliðsins í vetur og til að kynnast starfsemi Landhelgisgæslunnar. Náið samstarf er milli Varnarliðsins og Landhelgisgæslunnar á sviði leitar- og björgunarmála og öryggis- og eftirlitsmála.
Byrjað var á að halda almenna kynningu á starfsemi Landhelgisgæslunnar í höfuðstöðvum stofnunarinnar að Seljavegi 32 og sérstaka kynningu á sprengjudeild stofnunarinnar sem sér alfarið um sprengjueyðingu á varnarsvæðinu. Þar næst var stjórnstöðin skoðuð og Sjómælingar Íslands.
Að því loknu var ferðinni heitið um borð í varðskipið Óðinn og skipið skoðað undir leiðsögn Kristjáns Þ. Jónssonar yfirmanns gæsluframkvæmda. Að síðustu var haldið út í flugdeild Landhelgisgæslunnar við Reykjavíkurflugvöll þar sem starfsemi hennar var kynnt.
Myndir: Landhelgisgæslan / Dagmar Sigurðardóttir (neðri mynd) og Jóhann Reynisson, rafvirki hjá Segli (efri mynd), en hann var að störfum um borð í varðskipinu Óðni þegar hópurinn átti þar leið um.