Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 11. september 2001 kl. 15:00

Varnarliðið í viðbragðsstöðu

„Við höfum fengið boð um að það skuli sett hærra viðbragðsstig á öllum amerískum herstöðum. Það gildir einnig um varnarstöðina hér á Íslandi,“ segir Friðþór Eydal blaðafulltrúi hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. visir.is greindi frá.

Friðþór gat, af öryggisástæðum, ekki látið uppi hversu hátt stigið er en sagði að það væri frekar hátt. Að sögn hans hefur varnarliðið fengið tilskipun frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að hefta eftir því sem hægt er möguleikana á því að herstöðin á Keflavíkurflugvelli geti orðið fyrir álíka árásum af einhverju tagi. Að sögn Friðþórs Eydals á Keflavíkurflugvelli hefur verið aukið við öryggisviðbúnað í varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli vegna hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin. Tilskipunin kemur frá varnarmálaráði bandarísku ríkisstjórnarinnar. Slíkt hið sama sé gert á öllum bandarískum herstöðum í heiminum. Í því felst að nánara eftirlit er, en venjulega, með öllum þeim sem koma inná svæðið. Vegna alvarleika málsins hafa bandarísk stjórnvöld stöðvað alla flugumferð til Bandaríkjanna til þess að minnka hættuna á því að fleiri flugvélum sé beint á byggingar. Þetta sé einn liður í þeim ráðstöfunum sem gerðar séu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024