Dubliner
Dubliner

Fréttir

Varnarliðið greiðir upp kjarasamninga
Fimmtudagur 5. ágúst 2004 kl. 10:13

Varnarliðið greiðir upp kjarasamninga

Samkvæmt heimildum Víkurfrétta hefur starfsmannahald Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli fengið heimild til að greiða starfsfólki sínu launahækkanir sem voru innifaldar í kjarasamningum frá árinu 2000. Þar verða greiddar upp hækkanir frá marsmánuði og launaskrið frá nóvember síðastliðnum.

Mikil ólga var í starfsfólki vegna þessa máls og voru tugir málsókna í undirbúningi á hendur varnarliðinu vegna meintra vanefnda.

Kristján Gunnarsson sagðist í samtali við Víkurfréttir vera mjög ánægður með að málið skuli vera í höfn. „Með þessu er miklu fargi af mönnum létt! Við vorum að vinna á fullu í væntanlegum málsóknum og hefðum lagt fram stefnur í næstu viku ef ekkert hefði gerst.“

Kristján bætti því við að starfsmenn varnarliðsins væru afar fegnir því að fá loks þær launahækkanir sem þeim bar.
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
Dubliner
Dubliner