Varnarliðið greiði starfsmenntaálag
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt bandaríska herinn á Keflavíkurflugvelli til að greiða 20-30 starfsmönnum á þungavinnudeild og verkamannadeild sex prósenta starfsmenntaálag ofan á mánaðarlaun frá 1. desember 2002. Þetta þýðir um 120-130 þúsund krónur á mann á ársgrundvelli.
Guðjón Arngrímsson, varaformaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir að félagið hafi flutt eitt prufumál um mitt ár 2003 og fengið niðurstöðu starfsmanninum í vil. Í framhaldi af því hafi verið ákveðið að fara í mál fyrir alla starfsmennina á umræddum deildum. Dómar hafi svo verið að falla hver af öðrum og þeir síðustu upp á síðkastið.
Á síðasta ári hafi herinn leiðrétt launakjör starfsmanna með þykkju til samræmis við niðurstöðu dómsins.
Starfsmennirnir vinna við akstur á þungavinnuvélum, vegheflum og vörubílum. Þetta eru líka vélamenn og starfsmenn í almennu viðhaldi. Fréttablaðið grenir frá þessu í dag.
Guðjón Arngrímsson, varaformaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir að félagið hafi flutt eitt prufumál um mitt ár 2003 og fengið niðurstöðu starfsmanninum í vil. Í framhaldi af því hafi verið ákveðið að fara í mál fyrir alla starfsmennina á umræddum deildum. Dómar hafi svo verið að falla hver af öðrum og þeir síðustu upp á síðkastið.
Á síðasta ári hafi herinn leiðrétt launakjör starfsmanna með þykkju til samræmis við niðurstöðu dómsins.
Starfsmennirnir vinna við akstur á þungavinnuvélum, vegheflum og vörubílum. Þetta eru líka vélamenn og starfsmenn í almennu viðhaldi. Fréttablaðið grenir frá þessu í dag.