Varnarliðið: Fyrstu hóparnir fara í maí
Unnið er hörðum höndum að því að pakka niður búslóðum Varnarliðsmanna á Keflavíkurflugvelli og er ráðgert að fyrstu hóparnir yfirgefi landið í byrjun maí. Viðræðunefndir Íslands og Bandaríkjanna funda að nýju í dag og á morgun. Er vonast til að framtíðarhorfur um varnir Íslands muni skýrast á þessum fundum.
Frekari tímasetningar um brottför ættu að liggja fyrir núna fyrir helgi, hefur RUV eftir Friðþóri Eydal, upplýsingafulltrúa VL.
Mikið verk er fyrir hönum við búslóðaflutningana og er ekki gert ráð fyrir því að því verki ljúki fyrr en síðsumars.
Fyrstu hóparnir fara í maí og síðan er gert ráð fyrir að fólkið fari smám saman að týnast í burtu. Þjónusta á varnarsvæðinu mun væntanlega haldast í hendur við það í þeirri tímaáætlun sem verið er að ljúka við.
Frekari tímasetningar um brottför ættu að liggja fyrir núna fyrir helgi, hefur RUV eftir Friðþóri Eydal, upplýsingafulltrúa VL.
Mikið verk er fyrir hönum við búslóðaflutningana og er ekki gert ráð fyrir því að því verki ljúki fyrr en síðsumars.
Fyrstu hóparnir fara í maí og síðan er gert ráð fyrir að fólkið fari smám saman að týnast í burtu. Þjónusta á varnarsvæðinu mun væntanlega haldast í hendur við það í þeirri tímaáætlun sem verið er að ljúka við.