Varnarliðið brýtur lög um hópuppsagnir
Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis sagðist í samtali við Víkurfréttir vera mjög ósáttur við fyrirhugaðar uppsagnir Varnarliðsins. Kristján segir Varnarliðið brjóta lög um hópuppsagnir. „Við höfum þegar skorað á starfsmannahald Varnarliðsins að draga þessa ákvörðun til baka, enda verið að brjóta lög um hópuppsagnir,“ segir Kristján í samtali við Víkurfréttir.
Hver eru viðbrögð þín við þessum tíðindum?
„Þetta er gríðarlegt áfall fyrir Suðurnesin og uppsagnirnar rista djúpt í hjarta félagsins. Við höfum þegar falið málið lögmönnum Alþýðusambands Íslands og munum vinna málið í samvinnu við bæði ASÍ og starfsgreinasamböndin,“ segir Kristján Gunnarsson formaður VSFK í samtali við Víkurfréttir.
Hver eru viðbrögð þín við þessum tíðindum?
„Þetta er gríðarlegt áfall fyrir Suðurnesin og uppsagnirnar rista djúpt í hjarta félagsins. Við höfum þegar falið málið lögmönnum Alþýðusambands Íslands og munum vinna málið í samvinnu við bæði ASÍ og starfsgreinasamböndin,“ segir Kristján Gunnarsson formaður VSFK í samtali við Víkurfréttir.