Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Varnarliðið afhendir Ríkinu Nikelsvæðið
Miðvikudagur 3. júlí 2002 kl. 13:27

Varnarliðið afhendir Ríkinu Nikelsvæðið

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og John James Waickwicz flotaforingi og yfirmaður Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli undirrituðu samkomulag nú kl. 13 þess efnis að íslenska ríkið hefur nú tekið við Neðra Nikelsvæðinu í Reykjanesbæ. Svæðið var áður olíubirgðastöð Varnarliðsins og hefur verið afgirt varnarsvæði í 46 ár.Fram kom í máli Halldórs Ásgrímssonar ráðherra að samkvæmt lögum verði nú að auglýsa svæðið til sölu, en fram kom vilji til þess að Reykjanesbær fái svæðið til íbúðabyggðar og uppbyggingar sveitarfélagsins. Halldór sagði landið mjög verðmætt og ánægjulegt að því hafi nú verið skilað til íslenskra stjórnvalda. Búist er við að girðingar svæðisins falli á næstu dögum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024