Varnarliðið ætlar ekki að standa við kjarasamning við verslunarmenn
-Utanríkisráðherra verður stefnt vegna málsins.
Á fundi sem forsvarsmenn starfsmannahalds varnarliðsins áttu með formanni Verslunarmannafélags Suðurnesja í morgun, var tilkynnt að Varnarliðið myndi ekki geta staðið við að greiða kjarasamningsbundnar launahækkanir sem tóku gildi 16. apríl sl.
Segja fulltrúar varnarliðsins ástæðuna vera vegna ákvæðis í bandarískum lögum sem segir að launahækkanir mega ekki vera umfram hækkanir sem heimilaðar eru opinberum starfsmönnum Varnarmálaráðuneytisins eða umfram hækkanir sem opinberir starfsmenn í gestgjafaríki hafa fengið. Viðmiðunartala sem notuð er í þessu tilviki er tæplega 5 %.
Verslunarmenn fengu metið 1% launaskrið í október á síðasta ári og því ekki heimilt að greiða þeim meira á þessu fjárhagsári en 3,96%. Þá stendur eftir 1% skv. kjarasamningi ásamt 1,5 hækkun vegna launaskriðs frá 11. júlí s.l. eða samtals 2,5%. Vonir standa til að hægt verði að hækka laun um þá prósentutölu á nýju fjárhagsári í október. Þá stendur eftir greiðsla vegna afturvirkni á þessum 2,5%. Segja forsvarsmenn starfsmannahalds að ekki sé hægt á grundvelli þeirra laga sem þeim er gert að starfa eftir, að greiða slíkt aftur í tímann.
Formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, Guðbrandur Einarsson segir þetta slæmar fréttir. „Þrátt fyrir að verið sé að greiða inn á samningsbundar launahækkanir verður dráttur á hluta þeirra og sumt ætla menn sér bara alls ekki að greiða. Fyrirtæki á almennum markaði hafa ekki komist upp með slíkt og varnarliðið mun ekki gera það heldur. Ríkisvaldið ber ábyrgð á starfssemi varnarliðsins hér á landi og mun utanríkisráðherra verða stefnt vegna málsins,“ sagði Guðbrandur í samtali við Víkurfréttir.
Starfsmannahald fundaði með fleiri aðilum í dag og mun afstaða Varnarliðsins koma misjafnlega niður á launþegum, eftir því hvaða starfsstétt þeir tilheyra.
Á fundi sem forsvarsmenn starfsmannahalds varnarliðsins áttu með formanni Verslunarmannafélags Suðurnesja í morgun, var tilkynnt að Varnarliðið myndi ekki geta staðið við að greiða kjarasamningsbundnar launahækkanir sem tóku gildi 16. apríl sl.
Segja fulltrúar varnarliðsins ástæðuna vera vegna ákvæðis í bandarískum lögum sem segir að launahækkanir mega ekki vera umfram hækkanir sem heimilaðar eru opinberum starfsmönnum Varnarmálaráðuneytisins eða umfram hækkanir sem opinberir starfsmenn í gestgjafaríki hafa fengið. Viðmiðunartala sem notuð er í þessu tilviki er tæplega 5 %.
Verslunarmenn fengu metið 1% launaskrið í október á síðasta ári og því ekki heimilt að greiða þeim meira á þessu fjárhagsári en 3,96%. Þá stendur eftir 1% skv. kjarasamningi ásamt 1,5 hækkun vegna launaskriðs frá 11. júlí s.l. eða samtals 2,5%. Vonir standa til að hægt verði að hækka laun um þá prósentutölu á nýju fjárhagsári í október. Þá stendur eftir greiðsla vegna afturvirkni á þessum 2,5%. Segja forsvarsmenn starfsmannahalds að ekki sé hægt á grundvelli þeirra laga sem þeim er gert að starfa eftir, að greiða slíkt aftur í tímann.
Formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, Guðbrandur Einarsson segir þetta slæmar fréttir. „Þrátt fyrir að verið sé að greiða inn á samningsbundar launahækkanir verður dráttur á hluta þeirra og sumt ætla menn sér bara alls ekki að greiða. Fyrirtæki á almennum markaði hafa ekki komist upp með slíkt og varnarliðið mun ekki gera það heldur. Ríkisvaldið ber ábyrgð á starfssemi varnarliðsins hér á landi og mun utanríkisráðherra verða stefnt vegna málsins,“ sagði Guðbrandur í samtali við Víkurfréttir.
Starfsmannahald fundaði með fleiri aðilum í dag og mun afstaða Varnarliðsins koma misjafnlega niður á launþegum, eftir því hvaða starfsstétt þeir tilheyra.